Biðlistastjóri ríkisins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:01 Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar