Handbolti

Lið getur orðið Ís­lands­meistari á úti­vallar­mörkum eða eftir vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsbikarinn fór síðast á loft á Selfossi í maí 2019.
Íslandsbikarinn fór síðast á loft á Selfossi í maí 2019. Vísir/Vilhelm

Handknattleikssamband Íslands hefur endanlega staðfest þær reglur sem verða í gildi í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta í ár.

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst einmitt í kvöld og er hún leikin með nýju sniði þetta árið vegna þeirra miklu samkomutakmarkanna sem verið í gildi hér á landi í vetur.

Leiknir eru tveir leikir heima og heiman í hverri umferð þar sem efra liðið í Olísdeildinni á heimaleikinn í síðari leik liðanna. Farið eftir sömu reglum og í Evrópukeppnum.

Þetta þýðir það að lið getur orðið Íslandsmeistari við mjög sérstakar aðstæður. Lið gæti þannig tapað síðasta leik tímabilsins en samt orðið meistari.

Lið gæti einnig orðið Íslandsmeistari karla í handbolta í ár á útivallarmörkum eða eftir vítakeppni.

Það verður engin framlenging í boði í úrslitakeppninni í ár en allt verður jafnt þá fara menn beint í vítakastkeppni.

Hér fyrir neðan má lesa nánar um reglurnar en HSÍ birti þetta á heimasíðu sinni í dag og er textinn tekinn úr reglugerð um sérstök atvik.

Reglugerð um sérstök atvik 2. grein

  • Vinningsröð liða ef miða á við Evrópukeppnisfyrirkomulag
  • -
  • 1. Stigasöfnun
  • Lið vinnur sér inn stig sem hér segir:
  • a) sigur, 2 stig

  • b) jafntefli, 1 stig

  • c) tap, 0 stig
  • -

  • 2. Vinningsröð liða
  • Stigahærra liðið eftir tvo leiki í keppninni heldur áfram. Ef liðin hafa jafnmörg stig eftir tvo leiki (ath ekki skal leikin framlenging), skal vinningsröð liða ákveðin í þessari röð:
  • a) markamismunur

  • b) fleiri mörk skoruð á útivelli

  • c) vítakastkeppni
  • Farið skal eftir leikreglum HSÍ og IHF um framkvæmd vítakastkeppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×