Körfubolti

„Þegar ég sá viðhorfið hennar vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alyesha Lovett fékk gagnrýni fyrir sína frammistöðu gegn Val í Domino's Körfuboltakvöldi.
Alyesha Lovett fékk gagnrýni fyrir sína frammistöðu gegn Val í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/bára

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru ekki sáttir með viðhorf Alyeshu Lovett í leik Hauka og Vals í úrslitum Domino's deildar kvenna í gær. Valskonur unnu, 65-71, og eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.

Lovett skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum í Ólafssal í gær.

„Talandi um hana, það er eitt sem sést ekki á tölfræðiblaðinu sem ég er mjög ósátt við,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir eftir leikinn. 

„Hún tapaði boltanum tvisvar sinnum þar sem hún kvartar, fer með hendur upp í loft, labbar til baka og fær þá körfu í andlitið. Þegar ég sá hennar viðhorf vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik. Ég var mjög pirruð yfir þessu. Í úrslitakeppninni, þú átt möguleika á að vinna og labbar til baka í vörn.“

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka

Ólöf Helga hrósaði hins vegar Þóru Kristínu Jónsdóttur fyrir hennar frammistöðu gegn Val.

„Hún er svo flottur leikmaður og heldur svo vel á boltanum. Hún er búin að læra svo mikið. Í fyrra og hitteðfyrra, ég ætti að vita það, var hún með miklu fleiri tapaða bolta,“ sagði Ólöf Helga sem þjálfaði Þóru hjá Haukum.

„En þú þarft að gera þessi mistök til að læra af þeim og verða betri. Og hún er betri.“

Þriðji leikur Vals og Hauka fer fram á Hlíðarenda á miðvikudaginn.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×