Körfubolti

Jón Arnór hættur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik kvöldsins. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna.
Jón Arnór Stefánsson í leik kvöldsins. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna. vísir/bára

Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld.

Jón Arnór er einn albesti körfuboltamaður Íslandssögunnar en hinn 38 ára gamli Jón Arnór segir að nú séu skórnir komnir upp í hillu.

Jón Arnór er uppalinn í KR en lék í atvinnumennsku á árunum 2002 til 2008 og svo aftur frá 2009 til 2016.

Hann snéri svo heim í uppeldisfélagið, lék þar í fjögur ár áður en hann skipti til Vals síðasta sumar.

Hans síðasti leikur var svo leikurinn gegn uppeldisfélaginu, KR, í oddaleik átta liða úrslita Domino's deildar karla í kvöld.

Þar höfðu KR-ingar betur og komust í undanúrslit en Valur er úr leik. Því hefur Jón Arnór lokið keppni.

Nánar verður rætt við Jón Arnór á Vísi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×