Handbolti

Sel­foss og Haukar með sigra í loka­um­ferðinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Ævar var markahæstur í liði Selfyssinga í kvöld.
Atli Ævar var markahæstur í liði Selfyssinga í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lokaumferð Olís-deildar karla fór fram í kvöld. Selfoss vann fjögurra marka útisigur á Gróttu, 27-23, og Haukar unnu stórsigur á botnliði ÍR, 41-22.

Á Seltjarnarnesi mættust Grótta og Selfoss í hörkuleik. Á meðan gestirnir voru öruggir með sæti í úrslitakeppninni var ljóst að heimamenn færu ekki þangað en að sama skapi voru þeir öruggir með sæti sitt í deildinni.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og staðan að honum loknum 13-13. Í þeim síðari reyndust gestirnir sterkari aðilinn og fór það svo að þeir unnu góðan 27-23 sigur.

Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir Grímsson voru markahæstir í liði gestanna með sex mörk hvor á meðan Ólafur Brim Stefánsson gerði fimm mörk í liði Gróttu.

Deildarmeistarar Hauka völtuðu yfir botnlið ÍR á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur 41-22 í leik sem var ekkert nema leikur kattarins að músinni. Orri Freyr Þorkelsson skoraði níu mörk í liði Hauka og þá var Andri Sigmarsson Scheving með 20 arin skot í markinu. 

Bjarki Steinn Þórisson var markahæstur í liði ÍR með sjö mörk.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×