Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 12:28 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga. Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15
Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16