Handbolti

Legg mikið upp úr því að við komum á góðri siglingu inn í úr­slita­keppnina

Andri Már Eggertsson skrifar
Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. 
Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða.  vísir/hulda margrét

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals var ánægðu með að hans menn hafi unnið mikilvægan sigur á KA. Góður seinni hálfleikur varð til þess að Valur unnu 4 marka sigur 31-27.

„Mér fannst við spila góðan leik í dag, við mættum með góða orku inn í leikinn þar sem við fengum gott forskot sem við á endanum héldum út leikinn," sagði Snorri Steinn eftir leik.

KA byrjaði að spilaði með aukamann í fyrri hálfleik þegar Valur komst nokkrum mörkum yfir, það gekk mjög vel til að byrja með en á endanum fóru Valsmenn að leysa þetta betur

„Varnarleikurinn hjá okkur þegar við vörðumst á jafn mörgum mönnum var flottur heilt yfir. Þeir spiluðu með aukamann sem við hefðum getað leyst betur en Árni Bragi er frábær leikmaður og gerði vel."

„Við getum lent í því þegar líður á keppnina að lið fara spila með aukamann á móti okkur, því fórum við að prófa aðra hluti gegn þesssu, við verðum þó að leysa þetta betur í næstu verkefnum heldur en í dag." 

Snorri Steinn var ánægður með framlag frá ólíkum áttum. Markvarðaparið Einar Baldvin og Martin Nagy áttu góðan leik ásamt því var Þorgils Jón Svölu Baldursson markahæsti leikmaður Vals.

„Ég er ánægður með leikinn, ég var búinn að ákveða það fyrir leik að rúlla vel á liðinu sem mér fannst ganga vel í dag. Ég legg mikla áherslu á að við tökum með okkur helst sigra inn í úrslitakeppnina, við höfum gott að því," sagði Snorri Steinn að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×