Lífið

Natan Dagur komst á­fram í úr­slit The Voice í Noregi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Natan hefur slegið í gegn í keppninni og er einn fjögurra sem komust alla leið í úrslitin.
Natan hefur slegið í gegn í keppninni og er einn fjögurra sem komust alla leið í úrslitin. skjáskot/The Voice Norway

Natan Dagur Bene­dikts­son er kominn á­fram í úr­slita­kvöld The Voice í Noregi eftir magnaðan flutning sinn á laginu All I Want með Kodaline í undan­úr­slitunum í kvöld.

Þættirnir hafa verið í gangi í Noregi síðan í janúar og hefur Natan flogið í gegn um hverja um­ferðina á fætur annarri. Nú er að­eins einn flutningur eftir hjá honum, í úr­slitunum næsta föstu­dag, og verður spennandi að sjá hvort Ís­lendingurinn vinni norsku keppnina.

Á­horf­endur hafa nokkuð að segja um hverjir komast á­fram í keppninni og hafa þeir getað kosið kepp­endur á vef sjón­varps­stöðvarinnar TV2. Ís­lendingar geta líka kosið þar á meðan þátturinn er í gangi.

Í undan­úr­slitunum í kvöld kepptu sex kepp­endur um fjögur laus sæti í úr­slitunum. Tveir voru sendir heim í kvöld og var Natan sem betur fer ekki einn þeirra.

Dómararnir voru afar á­nægðir með flutning kvöldsins og jusu Natan lofi. „Þú ert stjarna!“ sagði norska söngkonan Ina Wroldsen við Natan en hún er ein fjögurra dómara keppninnar.

Hér er hægt að horfa á flutning Natans í kvöld á laginu All I Want.


Tengdar fréttir

Natan Dagur söng á íslensku og komst áfram

Natan Dagur Benediktsson komst í gær áfram í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice. Átta keppendur stigu á svið í gær en aðeins fjórir komust áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×