Körfubolti

Einar Árni þjálfar Hött með Viðari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson á blaðamannafundi í Húsgagnahöllinni í dag.
Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson á blaðamannafundi í Húsgagnahöllinni í dag. vísir/Sigurjón

Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hattar í körfubolta til næstu þriggja ára.

Einar Árni mun stýra liðinu ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni sem hefur þjálfað Hött undanfarin ár. Hattarmenn féllu úr Domino's deildinni í vetur eftir harða baráttu við meðal annars Njarðvíkinga sem Einar Árni þjálfaði. Hann lét af störfum hjá Njarðvík á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í þrjú ár.

Einar Árni mun einnig taka við starfi yfirþjálfara yngri flokka hjá Hetti.

Einar Árni, sem er 44 ára, er þrautreyndur þjálfari og hefur verið lengi að. Hann hefur stýrt Njarðvík í þrígang og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2006. Hann hefur einnig stýrt Breiðabliki og Þór í Þorlákshöfn.

Höttur hefur þrívegis komist í Domino's deildina á undanförnum árum en alltaf fallið strax aftur niður í 1. deild.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×