Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 21:30 Bjarki Ármann Oddsson var nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir stórt tap. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð brattur eftir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir 19 stiga tap. Lokatölur 95-76, en Bjarki einblíndi á það jákvæða. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira