Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 21:30 Bjarki Ármann Oddsson var nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir stórt tap. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð brattur eftir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir 19 stiga tap. Lokatölur 95-76, en Bjarki einblíndi á það jákvæða. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira