Hlutverk dómara er að vernda leikmennina Andri Már Eggertsson skrifar 13. maí 2021 18:10 Gunnar var afar svekktur með dómgæsluna í kvöld Vísir/Hulda Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27. „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45