Innlent

Fimm smitaðir en allir í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá sýnatökustað vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatökustað vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm

Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Ekkert smit greindist á landamærunum.

Tíu voru í einangrun á Sauðárkróki eftir að tveir greindust smitaðir þar á þriðjudag. Bæst hefur í hópinn en ekki fengust upplýsingar frá almannavörnum um hversu margir þeirra sem greindust smitaðir í gær voru í Skagafirði.

Á fjórða hundrað manns er nú í sóttkví á Norðurlandi vestra í tengslum við hópsýkinguna sem kom upp á föstudag.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×