Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max deild kvenna, spænski boltinn og loka­um­ferðin gerð upp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir og stöllur heimsækja Akureyri í dag. 
Hólmfríður Magnúsdóttir og stöllur heimsækja Akureyri í dag.  vísir/hulda margrét

Sjö beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag. Fótbolta, rafíþróttir og körfubolta má finna á dagskránni í dag.

Fyrsta útsending dagsins er útsending úr Laugardalshöllinni þar sem MSI heldur áfram en klukkan 21.15 er það svo Vodafone-deildin í CS:GO.

Þór/KA og Selfoss unnu bæði góða sigra í 1. umferð Pepsi Max deildar kvenna en þau mætast klukkan 17.50 á Stöð 2 Sport í dag.

Levante og Barcelona mætast í La Liga í kvöld en ansi mikið er undir hjá Börsungum í kvöld í toppbaráttunni á Spáni.

Domino’s Körfuboltakvöld gera svo upp lokaumferðina í Domino’s deild karla sem fór fram í gærkvöldi en þar gekk mikið á.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.