Körfubolti

Rósin sprakk út í langþráðum Knicks-sigri í Staples Center

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Derrick Rose og félagar í New York Knicks stigu stórt skref í átt að úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri á Los Angeles Clippers.
Derrick Rose og félagar í New York Knicks stigu stórt skref í átt að úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri á Los Angeles Clippers. ap/Marcio Jose Sanchez

Derrick Rose sýndi gamalkunna takta þegar New York Knicks sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, í NBA-deildinni í gær.

Rose skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum. Hann hitti úr ellefu af sautján skotum sínum utan af velli.

Rose hóf tímabilið með Detroit Pistons en var svo skipt til Knicks. Þar hitti hann fyrir sinn gamla þjálfara, Tom Thibodeau. Rose átti sín bestu ár undir hans stjórn hjá Chicago Bulls og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) tímabilið 2010-11. Hann er yngsti leikmaður sem hefur fengið þau verðlaun í sögu NBA.

Rose hefur reynst Knicks vel síðan hann kom til New York. Í 32 leikjum með liðinu er hann með 14,8 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er Rose með 41,7 prósent þriggja stiga nýtingu.

Knicks hefur ekki sótt gull í greipar Los Angeles-liðanna, Clippers og Lakers, á undanförnum árum fyrir leikinn í gær hafði liðið tapað átta leikjum í röð í Staples Center og ekki unnið þar síðan 20. nóvember 2010.

Knicks er í 4. sæti Austurdeildarinnar og nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2012-13. Clippers er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Clippers og Knicks, Boston Celtics og Miami Heat og Los Angeles Lakers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa gærdagsins og næturinnar.

Klippa: NBA dagsins 10. maí

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA

Tengdar fréttir

Davis bar kyndilinn í fjarveru LeBrons

Anthony Davis átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns, 123-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.