Davis, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu, skoraði 42 stig, tók tólf fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum þrisvar sinnum og varði þrjú skot.
What a night for @AntDavis23... @Lakers move back within 1 game of #6 Portland! #LakeShow
— NBA (@NBA) May 10, 2021
42 PTS | 12 REB | 5 AST | 3 STL | 3 BLK pic.twitter.com/sEupafrROX
LeBron James var ekki með Lakers í nótt vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alex Caruso og Kentavious Caldwell-Pope skoruðu sautján stig hvor. Cameron Payne skoraði 24 stig fyrir Phoenix.
Miami Heat vann Boston Celtics, 124-130, í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Miami er nú með tveggja leikja forskot á Boston í 6. sæti Austurdeildarinnar. Eins og staðan er núna þarf Boston því að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni.
Jimmy Butler skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í liði Miami. Duncan Robinson var með 22 stig. Evan Fournier skoraði þrjátíu stig fyrir Boston og Jayson Tatum 29.
Jimmy Butler helps the @MiamiHEAT defeat Boston and maintain #6 in the East! #HEATTwitter
— NBA (@NBA) May 9, 2021
26 PTS | 8 REB | 11 AST pic.twitter.com/CUqyehVbzp
New York Knicks heldur áfram að gera góða hluti og sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, á útivelli. Reggie Bullock skoraði 24 stig fyrir Knicks en Kawhi Leonard var með 29 stig hjá Clippers.
Julius Randle in the clutch AGAIN... @nyknicks hang on to win in LA! pic.twitter.com/KqNHqsajfY
— NBA (@NBA) May 9, 2021
Úrslitin í nótt
- LA Lakers 123-110 Phoenix
- Boston 124-130 Miami
- LA Clippers 100-106 NY Knicks
- Charlotte 110-112 New Orleans
- Cleveland 97-124 Dallas
- Orlando 96-128 Minnesota
- Detroit 96-108 Chicago
- Sacramento 126-98 Oklahoma

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.