Körfubolti

Dug­legir og vinnu­samir Grind­víkingar að taka við sér á hár­réttum tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grindvíkingar eru að vakna á frábærum tímapunkti.
Grindvíkingar eru að vakna á frábærum tímapunkti. vísir/bára

Framganga Grindavíkur í síðustu leikjum hefur verið frábær en liðið er að taka við sér skömmu fyrir úrslitakeppni. Frammistaða þeirra var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið.

Grindavík hafði betur gegn Tindastól fyrir helgi en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð; gegn ÍR, KR og nú síðast Tindastól. Þeir eru í fimmta sætinu með 22 stig í góðum málum.

Framherjinn Kazembe Abif gekk í raðir þeirra gulklæddu undir lok febrúar og hann hefur komist betur og betur í takt við leik liðsins.

„Það er gott þú nefnir hægt og rólega því hann gerir allt hægt og rólega. Ég talaði um fyrir tveimur þáttum síðan að hann væri lélegasti Kani deildarinnar en eins og margt sem maður segir, þá hefur maður kolrangt fyrir sér,“ sagði Sævar. Hann bætti við:

„Það gekk allt upp hjá honum í þessum leik. Hann er mikill af burðum og ekkert lamb að leika sér við. Hann er með ágætis stroku, fínar hreyfingar. Það virkaði eins og hann væri ekki í formi en hann er mjög hægt og bítandi að komast í leikform. Það á hárréttum tíma.“

Benedikt Guðmundsson segir að það sé allt annað að sjá Grindavíkurliðið í síðustu leikjum. Margir hafi stigið upp eftir komu Kazembe.

„Ég er ekki enn tilbúinn að kvittera undir að hann sé hæfileikaríkur leikmaður en hann má eiga það að hann er ofboðslega duglegur. Grindavíkurliðið í þessum sigurleikjum; eru bara allir duglegir.“

„Vinnusemin, dugnaðurinn. Það er ekki langt síðan að við vorum með Ólaf Ólafsson hérna í hverju viðtalinu á fætur öðru að hann væri tilbúinn að koma af bekknum ef að það hjálpaði einhverjum. Nú eru allir að berjast og þetta er ein heild,“ bætti Benedikt við.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Grindavík á uppleið

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×