Körfubolti

36 stig Davis dugðu ekki til og allt á aftur­fótunum hjá Lakers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthony Davis og Kyle Kuzma spiluðu í nótt en meistararnir eru í vandræðum.
Anthony Davis og Kyle Kuzma spiluðu í nótt en meistararnir eru í vandræðum. Steph Chambers/Getty Images

Það voru fjölmargir leikir í NBA körfuboltanum í nótt. Það var hátt stigaskor í flestu leikjunum en LA Lakers tapaði meðal annars gegn Portland með fimm stigum, 106-101.

Anthony Davis átti frábæran leik í liði meistaranna en hann skoraði 36 stig og tók tólf fráköst. Meistararnir voru án LeBron James þriðja leikinn í röð en þeir hafa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum.

Damian Lillard var stigahæstur í liði Portland og dró þá að landi. Hann gerði 38 stig en þeir hafa nú jafnað deildarmet sitt yfir sigra í vesturdeildinni. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni og sleppa við umspil.

Philadelphia er á fleygiferð. Þeir unnu sjöunda leikinn í röð er þeir mörðu New Orleans á heimavelli en það gengur hins vegar allt á afturfótunum hjá Cleveland sem töpuðu sjöunda leiknum í röð. 


Luka Doncic gerði 24 stig í sigri Dallas á Cleveland en þeir unnu 110-90 sigur í viðureign liðanna í nótt. Doncic tók átta fráköst en öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Öll úrslit næturinnar:

New Orleans - Philadelphia 107-109

Boston - Chicago 99-121

Minnesota - Miami 112-121

Houston - Milwaukee 133-141

Orlando - Charlotte 112-122

Cleveland - Dallas 90-110

Denver - Utah 120-127

New York - Phoenix 105-128

LA Lakers - Portland 101-106


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×