Einn stærsti leikur í sögu Njarðvíkur Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2021 22:40 Logi Gunnarsson (fyrir miðju) var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur sem gerðu lokamínútur leiksins æsispennandi en Njarðvík hafði betur að lokum og unnu 99-106 og var Loga Gunnarssyni leikmanni Njarðvíkur afar létt eftir leikinn. „Það var mikill léttir að vinna þennan leik, það er kjánalegt að segja það en þetta var líklega einn af stærstu leikjum í sögu Njarðvíkur á öðruvísi hátt en ég er vanur.” „Ég hef unnið marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík, en þetta er allt annað, sem íþróttamaður er þetta partur af leiknum að þurfa takast á við það að berjast við fall,” sagði Logi ángæður með sigurinn. Logi Gunnarsson viðurkenndi það staða Njarðvíkur hefur tekið á og útskýrði hvernig er að vera með Njarðvík í þessari stöðu frekar en að berjast um titla. „Maður viðurkennir það maður hefur fundið fyrir ótta, það hafa komið nætur sem maður sefur ekki vel með það bakvið eyrað að hver einasti leikur er sá mikilvægasti í sögu félagsins, vegna þess ef maður tapar í lokaúrslitum eða öðrum stórum leikjum þá höldum við áfram á næsta ári.” „Það er allt annað að tapa og falla því þá er maður ekki með í Úrvalsdeildinni á næsta ári, þannig ég tel þennan leik með þeim stærri í sögu Njarðvíkur. Ég hef spilað í 24 ár og verður maður þá ekki að prófa taka eitt tímabil í fallbaráttu.” Logi Gunnarsson var ánægður með kafla liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann setti átta stig í röð og allt gekk upp hjá hans liði. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem Njarðvík hafði betur í og landaði þessum mikilvæga sigri, en Logi var orðin stressaður verandi á bekknum. „Það var erfitt að sitja á bekknum og horfa á þetta, ég hef verið að klára flesta leiki hjá okkur, en ég treysti strákunum fullkomlega fyrir verkinu sem þeir gerðu vel og kláruðu leikinn,” sagði Logi að lokum Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
„Það var mikill léttir að vinna þennan leik, það er kjánalegt að segja það en þetta var líklega einn af stærstu leikjum í sögu Njarðvíkur á öðruvísi hátt en ég er vanur.” „Ég hef unnið marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík, en þetta er allt annað, sem íþróttamaður er þetta partur af leiknum að þurfa takast á við það að berjast við fall,” sagði Logi ángæður með sigurinn. Logi Gunnarsson viðurkenndi það staða Njarðvíkur hefur tekið á og útskýrði hvernig er að vera með Njarðvík í þessari stöðu frekar en að berjast um titla. „Maður viðurkennir það maður hefur fundið fyrir ótta, það hafa komið nætur sem maður sefur ekki vel með það bakvið eyrað að hver einasti leikur er sá mikilvægasti í sögu félagsins, vegna þess ef maður tapar í lokaúrslitum eða öðrum stórum leikjum þá höldum við áfram á næsta ári.” „Það er allt annað að tapa og falla því þá er maður ekki með í Úrvalsdeildinni á næsta ári, þannig ég tel þennan leik með þeim stærri í sögu Njarðvíkur. Ég hef spilað í 24 ár og verður maður þá ekki að prófa taka eitt tímabil í fallbaráttu.” Logi Gunnarsson var ánægður með kafla liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann setti átta stig í röð og allt gekk upp hjá hans liði. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem Njarðvík hafði betur í og landaði þessum mikilvæga sigri, en Logi var orðin stressaður verandi á bekknum. „Það var erfitt að sitja á bekknum og horfa á þetta, ég hef verið að klára flesta leiki hjá okkur, en ég treysti strákunum fullkomlega fyrir verkinu sem þeir gerðu vel og kláruðu leikinn,” sagði Logi að lokum Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira