Körfubolti

Einn stærsti leikur í sögu Njarð­víkur

Andri Már Eggertsson skrifar
Logi Gunnarsson (fyrir miðju) var frábær í kvöld.
Logi Gunnarsson (fyrir miðju) var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Njarðvík unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur sem gerðu lokamínútur leiksins æsispennandi en Njarðvík hafði betur að lokum og unnu 99-106 og var Loga Gunnarssyni leikmanni Njarðvíkur afar létt eftir leikinn.

„Það var mikill léttir að vinna þennan leik, það er kjánalegt að segja það en þetta var líklega einn af stærstu leikjum í sögu Njarðvíkur á öðruvísi hátt en ég er vanur.”

„Ég hef unnið marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík, en þetta er allt annað, sem íþróttamaður er þetta partur af leiknum að þurfa takast á við það að berjast við fall,” sagði Logi ángæður með sigurinn.

Logi Gunnarsson viðurkenndi það staða Njarðvíkur hefur tekið á og útskýrði hvernig er að vera með Njarðvík í þessari stöðu frekar en að berjast um titla.

„Maður viðurkennir það maður hefur fundið fyrir ótta, það hafa komið nætur sem maður sefur ekki vel með það bakvið eyrað að hver einasti leikur er sá mikilvægasti í sögu félagsins, vegna þess ef maður tapar í lokaúrslitum eða öðrum stórum leikjum þá höldum við áfram á næsta ári.”

„Það er allt annað að tapa og falla því þá er maður ekki með í Úrvalsdeildinni á næsta ári, þannig ég tel þennan leik með þeim stærri í sögu Njarðvíkur. Ég hef spilað í 24 ár og verður maður þá ekki að prófa taka eitt tímabil í fallbaráttu.”

Logi Gunnarsson var ánægður með kafla liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann setti átta stig í röð og allt gekk upp hjá hans liði.

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem Njarðvík hafði betur í og landaði þessum mikilvæga sigri, en Logi var orðin stressaður verandi á bekknum.

„Það var erfitt að sitja á bekknum og horfa á þetta, ég hef verið að klára flesta leiki hjá okkur, en ég treysti strákunum fullkomlega fyrir verkinu sem þeir gerðu vel og kláruðu leikinn,” sagði Logi að lokum


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.