Körfubolti

Meistar­deildar­sigur hjá Tryggva og sæti í undan­úr­slitum tryggt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi í leikmeð Zaragoza fyrr á leiktíðinni.
Tryggvi í leikmeð Zaragoza fyrr á leiktíðinni. Oscar Gonzalez/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragzoa eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Nizhny Novogrod, 78-86, í kvöld.

Novogrod byrjaði betur og var fimm stigum yfir eftir fyrsta lekhlutann en þeir leiddu með einu stigi í hálfleik.

Frábær þriðji leikluti lagði grunninn að sigri Zaragoza þar sem þeir unnu með níu stigum og lokatölurnar átta stiga sigur Zaragoza.

Tryggvi hafði hægt um sig á þeim þrettán mínútum sem hann spilaði í kvöld en hann tók þrjú fráköst.

Zaragoza mætir annað hvort Nyumburk eða Pinar Karsiayaka í undanúrslitunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.