Körfubolti

Um­fjöllun og við­töl: Valur-Snæ­fell 86-62 | Valur tryggði sér deildar­­meistara­­titilinn þriðja árið röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur landaði sínum þriðja deildarmeistaratitli í kvöld.
Valur landaði sínum þriðja deildarmeistaratitli í kvöld. Vísir/Sigurjón

Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld.

Segja má að varamannabekkur Vals hafi stolið senunni í kvöld. Varamenn liðsins skoruðu alls 46 stig á meðan byrjunarliðið skoraði 40. Leikurinn byrjaði nokkuð jafn en um miðjan fyrsta leikhluta náði Valur góðum tökum á leiknum.

Staðan fór snögglega úr 8-7 í 13-7 og eftir það var ekki aftur snúið. Munurinn var orðinn níu stig að loknum fyrsta leikhluta, 24-15 og átti aðeins eftir að aukast þegar leið á leikinn. Í hálfleik var munurinn orðinn 21 stig, staðan þá 48-27.

Yfirburðir Vals voru miklir í síðari hálfleik og komst liðið mest 30 stigum yfir. Fór það á endanum svo að Valur vann öruggan 24 stiga sigur og tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Leikmenn Vals dreifðu stigunum vel sín á milli í kvöld. Guðbjörg Sverris var stigahæst með 16 stig og þar á eftir kom Hildur Björg Kjartansdóttir með 14 stig. Þá tók Guðbjörg sex fráköst og af þrjár stoðsendingar. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 12 stig og Helena Sverrisdóttir gerði 11 stig.

Hjá gestunum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir stigahæst með 22 stig.

Viðtöl


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×