Körfubolti

Blikar tryggðu sér sæti í Domin­os-deild karla á næsta ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Ingvarsson stýrði lærisveinum í Breiðablik upp í Domino´s deild karla með öruggum sigri í kvöld.
Pétur Ingvarsson stýrði lærisveinum í Breiðablik upp í Domino´s deild karla með öruggum sigri í kvöld. Vísir/Daníel Þór

Þrír leikir fóru fram í næstefstu deild karla í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að liðið er búið að tryggja sér sæti í Domino´s deild karla á næsta ári.

Breiðablik vann öruggan 20 stiga sigur á útivelli gegn Sindra, 99-79 lokatölur á Hornafirði. Selfoss vann Fjölni með sjö stiga mun á heimavelli, 88-81 og Skallagrímur vann níu stiga sigur á Álftanesi, 86-77 lokatölur í Borgarnesi.

Þá vann Hamar 20-0 sigur á Hrunamönnum en heimamenn þurftu að gefa leikinn vegna smita í Hrunamannahreppi. Grunnskólanum og íþróttahúsinu hefur verið lokað. Hrunamenn í góðu samtali við KKÍ hafa því ákveðið að gefa síðustu tvo leiki sína í deildinni þar sem styttist í úrslitakeppnina.

Strákarnir er í meistaraflokki karla voru rétt í þessu að gulltryggja sæti sitt í úrvalsdeild að ári með sigri á Sindra....

Posted by Körfuknattleiksdeild Breiðabliks on Friday, April 30, 2021

Hér má sjá stöðuna í deildinni. Breiðablik er eins og áður sagði komið upp í efstu deild en enn er hart barist um 2. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×