Körfubolti

Leið illa eftir að hafa spáð Njarðvík falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sérfræðingarnir voru ekki sammála hvaða lið færi niður í 1. deild með Haukum.
Sérfræðingarnir voru ekki sammála hvaða lið færi niður í 1. deild með Haukum. stöð 2 sport

Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson telja báðir að Haukar falli úr Domino's deild karla. Þeir eru hins vegar ekki sammála hvaða lið fylgir Haukum niður í 1. deildina.

Fallbaráttan í Domino's deildinni harðnaði mjög þegar Höttur vann Njarðvík, 72-74, og eftir tvo sigra Hauka í röð.

Þegar fjórum umferðum er ólokið eru Höttur og Haukar í fallsætum, bæði með tíu stig. Njarðvík er í 10. sætinu með tólf stig en stendur illa að vígi í innbyrðis viðureignum gegn hinum liðunum í botnbaráttunni.

Í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi bað Kjartan Atli Kjartansson þá Sævar og Benedikt að spá fyrir um hvaða lið myndu falla úr Domino's deildinni.

„Ég er skíthræddur um að þetta verði Haukar og Njarðvík,“ sagði Benedikt. Sævar hefur enn trú á að Njarðvíkingar bjargi sér fyrir horn.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Framlenging

„Ég trúði því ekki að Njarðvík gæti tapað þessum leik á móti Hetti þegar svona mikið væri undir. En það gengur gegn öllu sem ég trúi og hef upplifað að Njarðvík falli úr úrvalsdeild í körfubolta,“ sagði Sævar.

„Mér líður allt í einu illa eftir að hafa sagt þetta. En málið með Njarðvík er að ekkert lið hefur spilað eins marga jafna leiki í vetur. Þeir eru inni í öllum leikjum en það dettur voða lítið með þeim,“ sagði Benedikt.

Framlenginguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×