Hné Söru Sigmunds fékk „lokaorð“ frá eiganda sínum rétt fyrir aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var stressuð fyrir aðgerðina eins og má sjá á þessari mynd af henni á skurðarborðinu. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir fór í krossbandsaðgerð á dögunum og sýnir frá þessum mikilvæga degi í nýjasta endurkomumyndbandi sínu. Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira