Björgum heilbrigðiskerfinu Sigurgeir Jónasson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun