Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:01 Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á toppliði Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers. ap/Aaron Gash Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Leeds - Man. United | Hatrammur slagur á Elland Road Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Fleiri fréttir Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira
Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Leeds - Man. United | Hatrammur slagur á Elland Road Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Fleiri fréttir Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Sjá meira