Handbolti

Oddur skoraði fjögur í mikil­vægum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oddur átti flottan leik í kvöld.
Oddur átti flottan leik í kvöld. TF-Images/Getty Images

Oddur Gretarsson átti fínan leik er Balingen-Weilstetten vann mikilvægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen töpuðu fyrir Kiel og þá vann topplið Flensburgar sinn leik.

Oddur skoraði fjögur mörk í þriggja marka sigri Balingen á Essen, lokatölur 31-28. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur þar sem Oddur og félagar eru í sætinu fyrir ofan fallsæti. Þökk sé sigri dagsins eru þeir nú fjórum stigum á undan Ludwigshafen sem á þó leik til góða.

MT Melsungen tapaði með sex marka mun fyrir Kiel, lokatölur 32-26. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark og nældi sér í gult spjald í liði Melsungen. Alexander Petersson komst ekki á blað er Flensburg vann sex marka sigur á Ludwigshafen, 35-29.

Flensburg er sem fyrr á toppi deildarinnar, stigi á undan Kiel. Lærisveinar Guðmundar í Melsungen eru í 9. sæti með 25 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.