Körfubolti

Davis mætir aftur á völlinn í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anthony Davis mætir aftur á parketið í nótt.
Anthony Davis mætir aftur á parketið í nótt. Getty/Carmen Mandato

Anthony Davis er klár í slaginn með Los Angeles Lakers er liðið heimsækir Dallas Maveriks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Davis var stór ástæða þess að Lakers varð meistari á síðustu leiktíð, þá á sínu fyrstu tímabili í borg englanna. Hann hefur verið frá síðan í febrúar vegna meiðsla á kálfa en snýr nú aftur. Reiknað er með því að Davis spili 15 mínútur í leiknum í nótt.

Lakers hefur verið án bæði Davis og LeBron James að undanförnu og er dottið niður í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Liðið vill ekki falla neðar í deildinni en það eru 13 leikir eftir af deildarkeppninni. 

Mavericks eru í 7. sæti.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.