Körfubolti

Tryggvi Snær frá­bær í öruggum sigri Zaragoza

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti góðan leik í kvöld.
Tryggvi Snær átti góðan leik í kvöld. Oscar Gonzalez/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik í stórsigri Basket Zaragoza á Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 99-71.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda í dag en Zaragoza byrjaði leikinn frábærlega og ljóst að gestirnir mættu ofjörlum sínum í dag. Staðan í hálfleik var 47-29 og þó sóknarleikur gestanna hafi aðeins skánað í síðari hálfleik þá skipti það ekki máli.

Zaragoza vann á endanum leikinn með 28 stiga mun, lokatölur 99-71. Tryggvi Snær skoraði 13 stig í leiknum og tók fjögur fráköst.

Zaragoza er í 13. sæti deildarinnar með 20 stig en Gipuzkoa eru á botni deildarinnar með 14 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.