Körfubolti

UMMC Eka­terin­burg vann Euro­Leagu­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
UMMC Ekaterinburg sigraði EuroLeague í körfubolta í ár.
UMMC Ekaterinburg sigraði EuroLeague í körfubolta í ár. UMMC Ekaterinburg

Rússneska félagið UMMC Ekaterinburg vann tíu stiga sigur á Perfumerias Avenida í úrslitaleik EuroLeague í körfubolta í dag, lokatölur 78-68.

Leikurinn var vægast sagt sveiflukenndur en Avenida var sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta leiksins. Í öðrum leikhluta gekk hins vegar allt á afturfótunum og liðið skoraði aðeins níu stig gegn 23 hjá Ekaterinburg. Staðan því 39-30 í hálfleik.

Eftir ágætis þriðja leikhluta þá var munurinn kominn niður í sex stig en leikmenn Ekaterinburg stigu upp í fjórða leikhluta og tryggðu sér EuroLeague titilinn, lokatölur leiksins 78-68. 

Segja má að liðið hafi verið verðskuldaður sigurvegari EuroLeague en Ekaterinburg fór taplaust í gegnum keppnina.

Tiffany Hayes, leikmaður Avenida, var stigahæst allara á vellinum með 29 stig. Hjá sigurvegurunum var Emma Meesseman stigahæst með 19 stig ásamt því að taka átta fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.