Leikurinn var vægast sagt sveiflukenndur en Avenida var sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta leiksins. Í öðrum leikhluta gekk hins vegar allt á afturfótunum og liðið skoraði aðeins níu stig gegn 23 hjá Ekaterinburg. Staðan því 39-30 í hálfleik.
Eftir ágætis þriðja leikhluta þá var munurinn kominn niður í sex stig en leikmenn Ekaterinburg stigu upp í fjórða leikhluta og tryggðu sér EuroLeague titilinn, lokatölur leiksins 78-68.
Segja má að liðið hafi verið verðskuldaður sigurvegari EuroLeague en Ekaterinburg fór taplaust í gegnum keppnina.
— EuroLeague Women (@EuroLeagueWomen) April 18, 2021
Congratulations to the #EuroLeagueWomen Champs @BasketballUmmc! pic.twitter.com/W3CTgzpDea
Tiffany Hayes, leikmaður Avenida, var stigahæst allara á vellinum með 29 stig. Hjá sigurvegurunum var Emma Meesseman stigahæst með 19 stig ásamt því að taka átta fráköst.