Um hvað snúast stjórnmál Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. apríl 2021 15:44 Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar