Menntun í heimabyggð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2021 07:31 Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Suðurkjördæmi Sveitarstjórnarmál Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar