Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 07:32 Utah Jazz tapaði sínum fyrsta heimaleik á árinu í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins