Handbolti

Melsun­gen og Löwen unnu en fimm mörk Odds dugðu ekki til sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oddur skoraði fimm mörk í kvöld.
Oddur skoraði fimm mörk í kvöld. Getty Images

Þrjú Íslendingalið voru eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og eitt í B-deildinni. Balingen-Weilstetten tapaði gegn Göppingen, Melsungen vann Essen og Rhein-Neckar Löwen vann Nordhorn-Lingen. Þá tapaði Gummersbach í B-deildinni.

Balingen-Weilstetten tapaði með minnsta mun á heimavelli gegn Göppingen í kvöld, lokatölur 31-30 gestunum í vil. Oddur Gretarsson skoraði fimm mörk í liði Balingen en það dugði ekki í kvöld. Balingen er í 16. sæti með 15 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Melsungen vann fjögurra marka sigur á Essen, 35-31. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir lærisveina Guðmundar Guðmundssonar . Melsungen er nú í 8. sæti með 25 stig að loknum 21 leik.

Þá vann Rhein-Neckar Löwen fjögurra marka sigur á Nordhorn-Lingen, lokatölur 30-26. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen í leiknum sem er nú í 2. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 25 leiki. Kiel er í 3. sæti með 35 stig eftir 20 leiki og Magdeburg er í 4. sæti með 34 stig eftir 23 leiki.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu á útivelli gegn Rimpar í B-deildinni, lokatölur þar 28-24. Gummersbach er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig að loknum 23 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×