Körfubolti

Zaragoza tryggði sér sæti í átta liða úr­slitum með stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti rólegan leik í kvöld.
Tryggvi Snær átti rólegan leik í kvöld. Oscar J. Barroso/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir stórsigur á Era Nymburk frá Tékklandi í kvöld, lokatölur 90-71.

Zaragoza byrjaði leikinn illa og var sex stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn rönkuðu við sér í öðrum leikhluta og unnu hann með 11 stiga mun. Þeir litu ekki um öxl og unnu mjög sannfærandi 19 stiga sigur.

Lokatölur 90-71 og sætið í 8-liða úrslitum klappað og klárt.

Tryggvi Snær spilaði aðeins tæpar þrjár mínútur í kvöld. Hann nýtti eina skot sitt í leiknum og skoraði því tvö stig ásamt því að taka tvö fráköst. Honum tókst einnig að næla sér í tvær villur á þessum stutta tíma.

Enn er einn leikur eftir í milliriðlum Meistaradeildarinnar og ekki enn fullséð hvaða lið komast áfram í 8-liða úrslit. Í riðli Zaragoza er þó Nymburk einnig komið áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.