Lakers tapaði enn og aftur, Harden lagði gömlu félagana, Booker og Doncic sjóðandi heitir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 10:00 Luka Dončić lét ekkert stöðva sig í nótt. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna að Los Angeles Lakers tapaði 112-97 gegn Milwaukee Bucks, Brooklyn Nets lagði Houston Rockets 120-108 og Dallas Mavericks vann Boston Celtics 113-108. Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki. Körfubolti NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki.
Körfubolti NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira