Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Sigrún Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2021 15:30 Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar