NBA dagsins: Refurinn skaut nýbólusetta Warriors leikmenn á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 15:01 De'Aaron Fox er frábær leikmaður og virðist vera hér hreinlega vera að stríða aðeins Kent Bazemore hjá Golden State Warriors í leiknum í nótt. AP/Randall Benton De'Aaron Fox er á góðri leið að komast í hóp stórstjarna NBA-deildarinnar eftir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Hann hefur aldrei skorað meira í einum leik en á móti Golden State Warriors í nótt. De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021) NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021)
NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira