NBA dagsins: Refurinn skaut nýbólusetta Warriors leikmenn á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 15:01 De'Aaron Fox er frábær leikmaður og virðist vera hér hreinlega vera að stríða aðeins Kent Bazemore hjá Golden State Warriors í leiknum í nótt. AP/Randall Benton De'Aaron Fox er á góðri leið að komast í hóp stórstjarna NBA-deildarinnar eftir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Hann hefur aldrei skorað meira í einum leik en á móti Golden State Warriors í nótt. De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021) NBA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira
De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021)
NBA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira