Vucevic til Bulls | Rondo á leið til Clippers og Lou Williams til Atlanta Hawks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:15 Nikola Vučević mun leika í rauðum treyjum Bulls næstu misseri. EPA-EFE/JUSTIN LANE Í dag er síðasti dagurinn þar sem lið geta skipt á leikmönnum í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira