Fríar tíðavörur í grunnskólum Reykjavíkurborgar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2021 11:00 Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar