„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Atli Arason skrifar 21. mars 2021 22:52 Maciek Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Bára Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. „Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira