Körfubolti

NBA dagsins: Meiddur LeBron, sex í röð hjá Bucks og stórsigur Clippers

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James fór meiddur af velli í gær.
LeBron James fór meiddur af velli í gær. Alex Goodlett/Getty Images

Atlanta Hawks vann sinn áttunda leik í röð þegar þeir heimsóttu Los Angeles Lakers. Lokatölur 99-94, en stóru fréttirnar þær að LeBron James þurfti að yfirgefa völlinn þegar hann snéri sig á ökkla. Ekki er vitað hvað hann verður lengi frá.

Atlanta Hawks sitja nú í fimmta sæti Austurdeildarinnar eftir góða ferð vestur til Los Angeles. John Collins skoraði 27 stig og tók 16 fráköst í liði Atlanta. Montezl Harrell var atkvæðamestur í liði Lakers með 23 stig og 11 fráköst.

Milwaukee Bucks halda sigurgöngu sinni áfram og hafa nú unnið sex í röð, og 11 í seinustu 12. Giannis Antetokounmpo setti niður 26 stig og tók 15 fráköst. Lonnie Walker IV skoraði 31 stig fyrir San Antonio Spurs, en það dugði ekki til og 120-113 sigur Bucks staðreynd.

Los Angeles Clippers áttu svo ekki í vandræðum þegar Charlotte Hornetts mættu í Staples Center í Los Angeles. Clippers komust yfir á fyrstu mínútu og létu forystunna aldrei af hendi. Niðurstaðan 27 stiga sigur Clippers, 125-98.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×