Körfubolti

NBA dagsins: Grikkinn sat ekki auðum höndum og Harden og Doncic voru í fjörutíu stiga ham

Sindri Sverrisson skrifar
James Harden er oft gjörsamlega óstöðvandi, eins og gegn Indiana Pacers í nótt.
James Harden er oft gjörsamlega óstöðvandi, eins og gegn Indiana Pacers í nótt. AP/Michael Conroy

Það var nóg af glæsilegum tilþrifum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo, James Harden og Luka Doncic eru fyrirferðarmiklir í NBA dagsins hér á Vísi.

Antetokounmpo hlammaði sér niður á völlinn eftir að hafa gert út um framlengdan leikinn við Philadelphia 76ers, fyrir Milwaukee Bucks. Það vakti lita hrifningu í liði Philadelphia sem hafði haft gott forskot stóran hluta leiksins, en tryggt sér framlengingu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu.

Svipmyndir úr leiknum, tíu bestu tilþrif næturinnar, og svipmyndir úr sigrum Dallas Mavericks á LA Clippers og Brooklyn Nets á Indiana Pacers, má sjá hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins 18. mars

Antetokounmpo skoraði 32 stig en það er ekki mikið miðað við James Harden og Luka Doncic sem báðir rufu 40 stiga múrinn. Harden skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í 124-115 sigri Brooklyn á Indiana.

Doncic var svo algjörlega magnaður í 105-89 sigri Dallas á Clippers en hann skoraði 42 stig, þar á meðal þriggja stiga körfu þrátt fyrir að brotið væri á honum í skotinu. Hann gaf níu stoðsendingar og tók sex fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×