Körfubolti

Bjarki Ár­mann: Fyrri hálf­leikurinn með því besta frá okkur á tíma­bilinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Þjálfari Þórsara var mjög sáttur með sigur kvöldsins.
Þjálfari Þórsara var mjög sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyri var ánægður með leikinn í Ólafssal í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur Þórs lagði gruninn að góðum 21 stigs sigri, lokatölur 100-71 Þór í vil.

„Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var frábær leikur en núna er það bara ÍR næst á föstudaginn og vona ég að Ingvi verði klár í þann leik," sagði Bjarki Ármann þjálfari Þórs. 

Ingvi Þór Guðmundsson átti frábæran leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð en var borgaralega klæddur í leik kvöldsins vegna höfuðmeiðsla.

„Ég vona að Ingvi verði mættur í næsta leik það munar um það. Ingvi fékk höfuðhögg í leiknum á móti Stjörnunni og tókum við enga áhættu með hann í kvöld." 

„Fyrri hálfleikurinn í kvöld var með því besta sem liðið hefur sýnt í vetur og þá sérstaklega varnarlega þar sem allt liðið vann saman. Haukar eru með gott lið og tel ég að þeir þurfi bara smá tíma til að koma nýjum leikmönnum inn í kerfið," sagði Bjarki sem hefur trú á að Haukarnir munu snúa gengi sínu við. 

Þórsarar voru alsráðandi inn í teig bæði sóknar og varnarlega sem Haukarnir áttu enginn svör við. 

„Það hefur verið okkar aðalsmerki að vera góðir inn í teig, Ivan Alcalado er frábær leikmaður sem tók sín fráköst í kvöld, Ivan tekur hvern einasta leik persónulega og ætlar alltaf að frákasta meira en miðherji andstæðingana," sagði Bjarki að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×