NBA dagsins: Haukarnir unnu upp fimmtán stiga forskot á síðustu sex mínútunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 15:01 Kevin Huerter og Trae Young fagna með Tony Snell eftir að hann skoraði sigurkörfu Atlanta Hawks gegn Toronto Raptors. ap/mike carlson Þrátt fyrir að vera fimmtán stigum undir þegar sex mínútur voru eftir vann Atlanta Hawks Toronto Raptors, 120-121, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira