Stutt svar til formanns VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 11. mars 2021 10:31 Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun