Keflavík hafnar tillögu um hámarksfjölda erlendra leikmanna Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 15:20 Keflavík er á toppi beggja Dominos-deildanna. Í karlaflokki er liðið með fjóra erlenda leikmenn en einn í kvennaflokki. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið muni ekki styðja tillögu um að ávallt skuli 2-3 Íslendingar vera innan vallar í hvoru liði í körfuboltaleikjum hér á landi. Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins