Keflavík hafnar tillögu um hámarksfjölda erlendra leikmanna Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 15:20 Keflavík er á toppi beggja Dominos-deildanna. Í karlaflokki er liðið með fjóra erlenda leikmenn en einn í kvennaflokki. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið muni ekki styðja tillögu um að ávallt skuli 2-3 Íslendingar vera innan vallar í hvoru liði í körfuboltaleikjum hér á landi. Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31