Körfubolti

Vanessa Bryant fær að vita hverjir tóku myndir af þyrluslysinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vanessa Bryant flytur ræðu á minningarathöfn um eiginmann sinn og dóttur í fyrra.
Vanessa Bryant flytur ræðu á minningarathöfn um eiginmann sinn og dóttur í fyrra. getty/Kevork Djansezian

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, fær að vita hvaða lögreglumenn deildu myndum af þyrluslysinu sem eiginmaður hennar og dóttir fórust í.

Kobe, dóttir hans Gianna, og sjö aðrir létust í þyrluslysi í Los Angeles 26. janúar á síðasta ári.

Samkvæmt skýrslu lögreglustjórans á svæðinu tók einn lögreglumaður 25 af þeim hundrað myndum sem voru teknar á slysstað og deildi þeim svo með kollegum sínum. Myndirnar fóru í kjölfarið í dreifingu.

Dómari í málinu úrskurðaði í gær að lögreglumennirnir nytu ekki lengur nafnleyndar og Vanessa gæti bætt þeim við lögsókn sína á hendur lögregluumdæminu. Hún vill fá bætur fyrir gáleysi og innrás í einkalíf hennar.

Kobe og Vanessa voru gift í tæp tuttugu ár og eignuðust fjögur börn saman. Gianna var næstelsta barn þeirra en hún var þrettán ára þegar hún lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×